Innlent

Hálkublettir á Hellisheiði

Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er einnig einhver hálka eða hálkublettir. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi eru víða hálka, hálkubletti og snjóþekja. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum alfaraleiðum. Mokstur stendur yfir.

Vetrarfærð er á Norðurlandi er vetrarfærð. Hálkublettir, hálka eða snjóþekja og sumstaðar snjókoma. Lágheiði er ófær.

Snjóþekja eða hálka er víða á Austurlandi. Ófært er yfir Öxi. Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×