Sport

Gunnar Nelson tók gull og silfur í New York

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson vann til gullverðlauna í sínum þyngdaflokki og silfurverðlauna í opnum flokki á Pan American mótinu í Jiu Jitsu sem haldið var í New York í gærkvöldi. Gunnar fylgdi þar eftir frábærri frammistöðu sinni frá síðustu helgi þegar hann lenti í fjórða sæti í Barcelona á móti sem haldið er á tveggja ára fresti og almennt talið það erfiðasta í heimi í uppgjafarglímu.

Gunnar mun snúa heim um næstu helgi en helgina 17.-18. október heldur hann til Stokkhólms til að keppa á opna Norðurlandamótinu í Jiu Jitsu ásamt fleiri íslenskum keppendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×