„Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 15:16 Einar Árni segir Valsliðið vel geta barist við toppinn með Njarðvíkurliðinu sem hann þjálfar. vísir Njarðvík sækir Val heim að Hlíðarenda í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Einar Árni Jóhannsson á von á hörkuleik gegn Valsliði sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna og vill sjá betri frammistöðu frá Njarðvíkurliðinu en í síðustu umferð. Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira