„Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 15:16 Einar Árni segir Valsliðið vel geta barist við toppinn með Njarðvíkurliðinu sem hann þjálfar. vísir Njarðvík sækir Val heim að Hlíðarenda í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Einar Árni Jóhannsson á von á hörkuleik gegn Valsliði sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna og vill sjá betri frammistöðu frá Njarðvíkurliðinu en í síðustu umferð. Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira