Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:31 Vince Whaley stóð i vatninu og sló höggið þrátt fyrir að það væri krókódíll syndandi rétt hjá honum. Getty/Jonathan Bachman/EPA/CRISTOBAL HERRERA Bandarískur kylfingur sýndi að flestra mati mikið hugrekki á golfmóti í Bandaríkjunum um helgina. Vince Whaley lenti í vandræðum á Sanderson Farms-mótinu sem fór fram í Jackson í Mississippifylki. Kúlan hans endaði við bakkann á tjörn á elleftu holu og Whaley þurfti að fara ofan í vatnið til að slá kúluna aftur inn á braut. Whaley bretti upp buxnaskálmarnar og óð út í vatnið. Þegar betur var að gáð þá synti þar krókdíll og fylgdist vel með öllum hans hreyfingum. Whaley var auðvitað ekki alveg sama og leitaði ráða hjá reynslumiklum dómara. Sá hinn sami sagði Whaley ekki að hafa áhyggjur því þetta væri nú bara „krókódílakrakki“. Whaley lét því vaða aftur ofan í vatnið og sló höggið inn á brautina á meðan krókódíllinn synti rétt fyrir aftan hann. Whaley gerði síðan vel í að bjarga parinu á þessari elleftu holu. Hann endaði mótið á fimm höggum undir pari og varð í þriðja sæti. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Play it as it lies 🐊Vince Whaley played this shot from the lake ... just a few feet away from a gator @Sanderson_Champ! pic.twitter.com/iK3NaSEdiZ— PGA TOUR (@PGATOUR) October 5, 2025 Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Vince Whaley lenti í vandræðum á Sanderson Farms-mótinu sem fór fram í Jackson í Mississippifylki. Kúlan hans endaði við bakkann á tjörn á elleftu holu og Whaley þurfti að fara ofan í vatnið til að slá kúluna aftur inn á braut. Whaley bretti upp buxnaskálmarnar og óð út í vatnið. Þegar betur var að gáð þá synti þar krókdíll og fylgdist vel með öllum hans hreyfingum. Whaley var auðvitað ekki alveg sama og leitaði ráða hjá reynslumiklum dómara. Sá hinn sami sagði Whaley ekki að hafa áhyggjur því þetta væri nú bara „krókódílakrakki“. Whaley lét því vaða aftur ofan í vatnið og sló höggið inn á brautina á meðan krókódíllinn synti rétt fyrir aftan hann. Whaley gerði síðan vel í að bjarga parinu á þessari elleftu holu. Hann endaði mótið á fimm höggum undir pari og varð í þriðja sæti. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Play it as it lies 🐊Vince Whaley played this shot from the lake ... just a few feet away from a gator @Sanderson_Champ! pic.twitter.com/iK3NaSEdiZ— PGA TOUR (@PGATOUR) October 5, 2025
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira