Enski boltinn

McClaren hættur að horfa á enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McClaren hefur það ágætt í Hollandi.
McClaren hefur það ágætt í Hollandi. Nordic Photos/Getty Images

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur greint frá því að hann horfi ekki lengur á landsleiki Englands eftir að hann var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara eftir hörmulegt gengi.

„Ég horfi ekki á leiki enska liðsins. Ég fór á hollenska landsleikinn síðasta miðvikudag til þess að skoða leikmenn," sagði McClaren sem nú þjálfar hollenska liðið Twente.

McClaren segir þó að góður árangur liðsins undir stjórn Fabio Capello komi sér ekki á óvart.

„Ég hef alltaf sagt að þetta lið geti unnið stórmót. Þegar ég þjálfaði liðið lentum við illa í því vegna meiðsla lykilmanna í mikilvægum leikjum," sagði hinn gleymdi McClaren.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×