Treysti því að fólk trúi að ég sé fagmaður 25. september 2009 11:03 Sölvi Tryggvason ræðir við Davíð Oddsson í kvöld. Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi á Skjá einum verður með Davíð Oddsson nýráðinn ritstjóra Morgunblaðsins í viðtali í kvöld. Um aukaþátt er að ræða en Sölvi hefur reynt að fá Davíð í viðtal í margar vikur. Hann segist nokkuð vel undirbúinn en reikna má með því að fjöldi fólks fylgist með viðtalinu. „Já ég er búinn að undirbúa mig nokkuð vel, þetta er búið að liggja fyrir síðan í gær þannig að ég hef haft fínan tíma," segir Sölvi. Þátturinn sem er á dagskrá klukkan 18:50 er ekki í beinni útsendingu vegna tæknimála að sögn Sölva en hann verður tekinn upp skömmu áður en hann fer í loftið. Aðspurður hvort hann sé ekkert stressaður fyrir viðtalinu þar sem flestir hafa sterkar skoðanir á viðmælandanum segir Sölvi þetta vera eins og hvert annað viðtal. „Ef það er einhver maður sem ekki er hægt að taka viðtal við án þess að vera gagnrýndur þá er það Davíð Oddsson. Ég treysti því bara að fólk trúi því að ég sé fagmaður og hann fái sömu meðferð hjá mér og aðrir." Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sölvi tekur viðtal við Davíð því hann var í viðtali hjá honum og Þorbirni Þórðarsyni, blaðamanni Morgunblaðsins, í sumar. Sölvi segist hafa reynt að fá Davíð í viðtal í átta mánuði áður en að því varð. Davíð Oddsson veitir fjölmiðlum ekki viðtöl á hverjum degi en nú er hann að mæta í annað skiptið til Sölva á stuttum tíma. Eruð þið svona fínir félagar? „Nei alls ekki," segir Sölvi og hlær. „Ég hef þurft að hafa mjög mikið fyrir því að fá hann og hef reynt mjög markvisst að ná honum. Ég hef enga beina contact-línu á hann og hef því reynt allar óhefðbundnar leiðir sem hægt er að nota. Hann er hvorki með farsíma né tölvupóst." Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira
Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi á Skjá einum verður með Davíð Oddsson nýráðinn ritstjóra Morgunblaðsins í viðtali í kvöld. Um aukaþátt er að ræða en Sölvi hefur reynt að fá Davíð í viðtal í margar vikur. Hann segist nokkuð vel undirbúinn en reikna má með því að fjöldi fólks fylgist með viðtalinu. „Já ég er búinn að undirbúa mig nokkuð vel, þetta er búið að liggja fyrir síðan í gær þannig að ég hef haft fínan tíma," segir Sölvi. Þátturinn sem er á dagskrá klukkan 18:50 er ekki í beinni útsendingu vegna tæknimála að sögn Sölva en hann verður tekinn upp skömmu áður en hann fer í loftið. Aðspurður hvort hann sé ekkert stressaður fyrir viðtalinu þar sem flestir hafa sterkar skoðanir á viðmælandanum segir Sölvi þetta vera eins og hvert annað viðtal. „Ef það er einhver maður sem ekki er hægt að taka viðtal við án þess að vera gagnrýndur þá er það Davíð Oddsson. Ég treysti því bara að fólk trúi því að ég sé fagmaður og hann fái sömu meðferð hjá mér og aðrir." Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sölvi tekur viðtal við Davíð því hann var í viðtali hjá honum og Þorbirni Þórðarsyni, blaðamanni Morgunblaðsins, í sumar. Sölvi segist hafa reynt að fá Davíð í viðtal í átta mánuði áður en að því varð. Davíð Oddsson veitir fjölmiðlum ekki viðtöl á hverjum degi en nú er hann að mæta í annað skiptið til Sölva á stuttum tíma. Eruð þið svona fínir félagar? „Nei alls ekki," segir Sölvi og hlær. „Ég hef þurft að hafa mjög mikið fyrir því að fá hann og hef reynt mjög markvisst að ná honum. Ég hef enga beina contact-línu á hann og hef því reynt allar óhefðbundnar leiðir sem hægt er að nota. Hann er hvorki með farsíma né tölvupóst."
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira