Erlent

Níu ára fangelsi fyrir skotárás á McDonald's

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum í Danmörku og tveir menn sem bíða inngöngu í samtökin hafa verið dæmdir í níu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar þeir gerðu skotárás á þrjá menn úr annarri vélhjólaklíku á McDonald's-stað í Árósum fyrir tæpu ári. Sá fjórði, sem reyndar skaut úr byssunni, fékk sjö ára fangelsi þar sem hann bar vitni gegn hinum þremur en allir fjórir lögðu á ráðin um árásina. Þeir sem ráðist var á sluppu með skrekkinn en dómari leit einnig til þess að lífi fjölda gesta á veitingahúsinu var stofnað í hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×