Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns 10. desember 2009 05:00 Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira