Innlent

Velti bíl með hjólhýsi í eftirdragi - grunur um ölvunarakstur

Hjólhýsið eyðilagðist við bílveltuna.
Hjólhýsið eyðilagðist við bílveltuna.

Karlmaður velti bifreið á Þrengslavegi um klukkan hálf átta í kvöld. Hjólhýsi mannsins var í eftirdragi og gjöreyðilagðist við bílveltuna. Þegar lögreglan kom á vettvang kviknaði grunur um að maðurinn væri ölvaður.

Hann var færður á spítala í Reykjavík í kjölfarið þar sem blóðsýni var tekið úr honum. Meiðsl mannsins voru minniháttar en eignatjónið var talsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×