Innlent

Bresk stjórnvöld fái Icesave í hausinn

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir það afglöp íslenskra stjórnvalda að hafa ekki nú þegar krafist þess að ólöglegar aðgerðir Breta gegn Íslendingum hafi um leið fært skuldbindingar vegna Icesave-reikninganna yfir á þá. Þá telur hann raunhæft að leita samninga við Evrópusambandið um að það baktryggi íslensku krónuna með tengingu við evru.

Þessi sjónarmið komu fram í erindi Eiríks á fundi Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann Íslendinga hafa sterk rök í málinu og telur enn fært að sækja málið.

Hann hvatti einnig til þess að Íslendingar freistuðu þess með samningum við seðlabanka Evrópu um að tryggja gengi krónunnar með því að tengja hana við evruna á svipaðan hátt og dönsku krónuna. Hann sér fyrir sér sérstakt kerfi fyrir Íslendinga til hliðar við það sem fyrir er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×