Innlent

St. Jósefsspítali starfar áfram í núverandi mynd

Heilbrigðisráðherra ætlar að snúa við ákvörðun Guðlaugs Þórs Þóraðarsonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um að leggja niður St. Jósefsspítala í núverandi mynd.

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingu á starfsemi St. Jósefsspítala í upphafi árs. Breytingarnar miðuðu að því að spítalanum yrði breytt í öldrunarstofnun, skurðaðgerðir sem nú er framkvæmdar þar yrðu fluttar til Reykjanesbæjar og göngudeild meltingarsjúkdóma og lyflækningar yrðu fluttar á Landspítalann háskólasjúkrahús. Með þessu átti að spara 400 milljónir krónar.

Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og víða mótmælt. Ráðherra var hvattur til að breyta ákvörðun sinni og leyfa spítalanum að starfa áfram í óbreyttri m.a. á fjölmennum fundi í Hafnafirði.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur nú fundað með Lúðvíki Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, hollvinasamtökum St. Jósefsspítala og heimsótt spítalann þar sem hann ræddi við stjórnendur og starfsmenn.

,,Það þarf að horfa heildstætt á heilbrigðistþjónustu á þessu landssvæði," segir Ögmundur. Spurður hvort að muni snúa við ákvörðun fyrrverandi ráðherra sagðist Ögmundur ætla að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×