Innlent

ORA vísar fullyrðingum um fiskibollur á bug

Vegna fréttar okkar þar sem fyrrverandi framleiðslustjóri ORA sagði að fyrirtækið væri vísvitandi að blekkja neytendur um uppruna vöru sinnar sendi ORA frá sér yfirlýsingu þar þessum fullyrðingum er algjörlega vísað á bug.

Í fréttinni kom fram að fiskurinn í fiskibollurnar væri frá Færeyjum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fiskurinn í bollurnar sé jöfnum höndum keyptur á innanlandsmarkaði og frá Færeyjum. Þá séu þær fullunnar hjá ORA og séu því íslensk framleiðsla. Þetta eigi við um þorra þeirra vörutegunda sem eru seldar undir merkjum ORA.

Rétt er að taka það fram að við vinnslu fréttarinnar var leitað eftir viðtali við stjórnendur ORA en þeir báðust undan því.








Tengdar fréttir

Segir ORA vísvitandi blekkja

Fyrrverandi framleiðslustjóri hjá ORA segir fyrirtækið vísvitandi blekkja neytendur um uppruna vöru sinnar. ORA fiskibollur séu fjarri því að vera íslenskar, fiskurinn sé færeyskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×