Innlent

Mikið tjón í bruna í Waldorfskóla

Miklar skemmdir urðu á þremur skólastofum við Waldorfskólann að Hraunbergi þegar þrír fimmtán ára piltar kveiktu þar í laust fyrir miðnætti. Þrátt fyrir að slökkvistarf gengi vel er tjónið mikið. Piltarnir þrír voru handteknir skammt frá vettvangi og yfirheyrðir í nótt, að foreldrum og fulltrúum barnaverndar viðstöddum, og játuðu þeir að hafa kveikt í skólanum. Rétt áður en eldsins varð vart í Waldorfskólanum var reynt að kveikja í Fellaskóla í Breiðholti. Þar var kveikt í gluggatjöldum, en öryggisvörður varð eldsins var áður en hann náði útbreiðslu. Ekki er vitað hverjir voru þar á ferð. Brotist var inn í tvo grunnskóla í borginni um helgina og voru þjófarnir gripnir í öðru tilvikinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×