Erlent

Bush heldur upp á afmælið með fallhlífarstökki

George H.W. Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda upp á 85 ára afmælið sitt með því að stökkva í fallhlíf. Sonur hans, George W. Bush yngri og núverandi Bandaríkjaforseti segir hann klikkaðan.

„Þú átt eftir að lenda í einhverjum vandræðum með að sannfæra mömmu um þetta," sagði Bush yngri við pabba sinn þegar feðgarnir voru saman í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni. „Ég held hann sé klikkaður að stökkva út úr flugvél 70 , 75, 80 og 85 ára," sagði Bush.

Bush eldri er enginn nýgræðingur í þessum efnum. Hann stökk fyrst í fallhlíf þegar hann var í hernum og flugvél hans var skotin niður yfir Kyrrahafinu í seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×