Rauðgræn ríkisstjórn í boði norskra ráðherra Sturla Böðvarsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Ríkisstjórnin virðist nú leggja allt sitt traust á norska stjórnmálamenn og þeir gera sig mjög gildandi hér um þessar mundir. Það birtist m.a. í því að ráðinn var fyrrverandi stjórnmálamaður frá Noregi í stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Upplýst hefur verið að það var gert að undirlagi fjármálaráðherra Noregs. Það gerðist þrátt fyrir að það stangist á við stjórnarskrána að skipa erlendan ríkisborgara sem embættismann. Bæði forsætisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra gerðu sig ber að því í viðtölum að vanvirða ákvæði stjórnarskrárinnar með því að halda því fram að breytingar á lögum um Seðlabankann ýti til hliðar skýrum ákvæðum í stjórnarskránni. Í verkum ráðherranna og framgöngu var tilgangurinn látinn helga meðölin. Vonandi gengur seðlabankastjóranum nýja vel þann stutta tíma sem honum er ætlað að vera við störf hér á Íslandi og vonandi hefur hann áttað sig á því að hann vinnur í umboði íslenskra stjórnvalda en ekki þeirra norsku. En vinnubrögðin við ráðningu hans eru einsdæmi og ekki til þess fallin að auka traust á Seðlabankanum eða ríkisstjórninni. Nær hefði verið fyrir Jóhönnu að setja Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og fyrrum seðlabankastjóra, til verksins meðan beðið var auglýsingar og „faglegrar" ráðningar í starfið. Hann þekkir vel til verka og hefur alla þá reynslu sem til þarf og hefði sómt sér vel í þessu mikilvæga embætti. Í þessu máli birtist virðing Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir stjórnarskránni með sérkennilegum hætti eftir þrjátíu ár á þingi. Jens Stoltenberg leggur þeim liðÍ síðustu viku var fundur forsætisráðherra Norðurlandanna haldinn hér í Bláa lóninu. Við það tilefni ræddi fréttamaður Kastljóssins við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Ekki fór á milli mála að norski forsætisráðherrann hugsaði sér að hafa áhrif á innanlandsmál á Íslandi með ótrúlega ósvífnum hætti og notaði tækifærið í Kastljósi sem nær til margra kjósenda á Íslandi. Í viðtalinu kom fram eftirfarandi kafli þar sem Kastljósið kallar fram undarlegt inngrip í íslensk stjórnmál. Hér fer á eftir endurrit úr Kastljósþættinum. Fréttamaður Kastljóssins: Þú hittir Ingibjörgu Sólrúnu hér á eftir og mér skilst að þú hafir mikinn áhuga á væntanlegum kosningum. Dreymir þig um að hér verði rauð og græn vinstri stjórn eftir kosningarnar? Jens Stoltenberg: Við höfum góða reynslu af slíku stjórnarfyrirkomulagi í Noregi. Það verður áhugavert ef slíkt verður reynt hér á Íslandi. Ég hef þekkt Ingibjörgu í mörg ár og við Jóhanna, forsætisráðherra ykkar, hittumst og ég þekki marga aðra íslenska stjórnmálamenn og ég vona að þeim takist að koma á rauðgrænni stjórn hér. Við höfum góða reynslu af því fyrirkomulagi. Til valda með aðstoð að utan.Hver pantar slíkar spurningar? Hvað gengur forsætisráðherra Noregs til að hefja hér afskipti af stjórnmálum á Íslandi? Var það hluti af beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar til forsætisráðherra og fjármálaráðherra Noregs að þau tækju þátt í kosningabaráttunni hér? Á hjálpin að berast að utan til þess að hægt verði að mynda hér rauðgræna ríkisstjórn? Verður stuðningur Framsóknarflokksins við ríkisstjórnina óþarfur? Á mínum langa ferli í stjórnmálum hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrímur J. viðhafa á öllum sviðum. Og það er vert að minnast þess og rifja upp að þau komust til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Aðgerða sem ráðherra Vinstri grænna hefur hreykt sér af að hafa staðið að baki og margir telja að hafi verið skipulagðar í skjóli Vinstri grænna bæði innan þingsins og utan. Það geta ekki verið vinnubrögð sem við viljum innleiða á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin virðist nú leggja allt sitt traust á norska stjórnmálamenn og þeir gera sig mjög gildandi hér um þessar mundir. Það birtist m.a. í því að ráðinn var fyrrverandi stjórnmálamaður frá Noregi í stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Upplýst hefur verið að það var gert að undirlagi fjármálaráðherra Noregs. Það gerðist þrátt fyrir að það stangist á við stjórnarskrána að skipa erlendan ríkisborgara sem embættismann. Bæði forsætisráðherra og ekki síður fjármálaráðherra gerðu sig ber að því í viðtölum að vanvirða ákvæði stjórnarskrárinnar með því að halda því fram að breytingar á lögum um Seðlabankann ýti til hliðar skýrum ákvæðum í stjórnarskránni. Í verkum ráðherranna og framgöngu var tilgangurinn látinn helga meðölin. Vonandi gengur seðlabankastjóranum nýja vel þann stutta tíma sem honum er ætlað að vera við störf hér á Íslandi og vonandi hefur hann áttað sig á því að hann vinnur í umboði íslenskra stjórnvalda en ekki þeirra norsku. En vinnubrögðin við ráðningu hans eru einsdæmi og ekki til þess fallin að auka traust á Seðlabankanum eða ríkisstjórninni. Nær hefði verið fyrir Jóhönnu að setja Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og fyrrum seðlabankastjóra, til verksins meðan beðið var auglýsingar og „faglegrar" ráðningar í starfið. Hann þekkir vel til verka og hefur alla þá reynslu sem til þarf og hefði sómt sér vel í þessu mikilvæga embætti. Í þessu máli birtist virðing Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir stjórnarskránni með sérkennilegum hætti eftir þrjátíu ár á þingi. Jens Stoltenberg leggur þeim liðÍ síðustu viku var fundur forsætisráðherra Norðurlandanna haldinn hér í Bláa lóninu. Við það tilefni ræddi fréttamaður Kastljóssins við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Ekki fór á milli mála að norski forsætisráðherrann hugsaði sér að hafa áhrif á innanlandsmál á Íslandi með ótrúlega ósvífnum hætti og notaði tækifærið í Kastljósi sem nær til margra kjósenda á Íslandi. Í viðtalinu kom fram eftirfarandi kafli þar sem Kastljósið kallar fram undarlegt inngrip í íslensk stjórnmál. Hér fer á eftir endurrit úr Kastljósþættinum. Fréttamaður Kastljóssins: Þú hittir Ingibjörgu Sólrúnu hér á eftir og mér skilst að þú hafir mikinn áhuga á væntanlegum kosningum. Dreymir þig um að hér verði rauð og græn vinstri stjórn eftir kosningarnar? Jens Stoltenberg: Við höfum góða reynslu af slíku stjórnarfyrirkomulagi í Noregi. Það verður áhugavert ef slíkt verður reynt hér á Íslandi. Ég hef þekkt Ingibjörgu í mörg ár og við Jóhanna, forsætisráðherra ykkar, hittumst og ég þekki marga aðra íslenska stjórnmálamenn og ég vona að þeim takist að koma á rauðgrænni stjórn hér. Við höfum góða reynslu af því fyrirkomulagi. Til valda með aðstoð að utan.Hver pantar slíkar spurningar? Hvað gengur forsætisráðherra Noregs til að hefja hér afskipti af stjórnmálum á Íslandi? Var það hluti af beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar til forsætisráðherra og fjármálaráðherra Noregs að þau tækju þátt í kosningabaráttunni hér? Á hjálpin að berast að utan til þess að hægt verði að mynda hér rauðgræna ríkisstjórn? Verður stuðningur Framsóknarflokksins við ríkisstjórnina óþarfur? Á mínum langa ferli í stjórnmálum hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrímur J. viðhafa á öllum sviðum. Og það er vert að minnast þess og rifja upp að þau komust til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Aðgerða sem ráðherra Vinstri grænna hefur hreykt sér af að hafa staðið að baki og margir telja að hafi verið skipulagðar í skjóli Vinstri grænna bæði innan þingsins og utan. Það geta ekki verið vinnubrögð sem við viljum innleiða á Íslandi. Höfundur er alþingismaður.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun