Lífið

Madonna er tekjuhæst í heimi

Rakar inn seðlum
Söngkonan Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár.  Samkvæmt Forbes hefurr hún rakað inn 110 milljónum dollara, eða um fjórtán milljörðum íslenskra króna. Efsti karlmaðurinn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða. Á eftir honum kemur kántrítónlistarmaðurinn Kenny Chesney.
Rakar inn seðlum Söngkonan Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár. Samkvæmt Forbes hefurr hún rakað inn 110 milljónum dollara, eða um fjórtán milljörðum íslenskra króna. Efsti karlmaðurinn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða. Á eftir honum kemur kántrítónlistarmaðurinn Kenny Chesney.

Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár samkvæmt viðskiptaritinu Forbes. Celine Dion og Beyoncé fylgja henni fast á eftir.

Samkvæmt Forbes hefur Madonna þénað 110 milljónir dollara, eða tæpa fjórtán milljarða króna, frá því í júní í fyrra. Ástæðan fyrir þessari gífurlegu upphæð er hin vel heppnaða Sticky & Sweet-tónleikaferð sem uppselt hefur verið á víða um heim og góð sala á plötunni Hard Candy. Í þessum útreikningum er dýr skilnaður hennar við leikstjórann Guy Ritchie ekki tekinn með í reikninginn. Talið er að hann muni kosta Madonnu um 9,5 milljarða króna.

Í öðru sæti á listanum er Celine Dion með um 12,7 milljarða og á eftir henni kemur þriðja söngdívan, Beyoncé Knowles, með um ellefu milljarða, aðallega vegna tónleikaferðarinnar A Am...Sasha Fierce.

Tekjuhæsti karlmaðurinn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða króna, mest vegna vel heppnaðrar tónleikaferðar til að fylgja eftir plötunni Working on a Dream og tónleika sinna á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins. Á eftir honum kemur kántríhetjan Kenny Chesney og í næstu sætum á eftir með sömu upphæð, um 7,6 milljarða, koma Coldplay, Rascal Flatts og AC/DC. Gömlu kempurnar í The Eagles, sem hafa verið duglegar við tónleikahald að undanförnu, þénuðu tæpa sjö milljarða, sem tryggði þeim níunda sætið á listanum.

Þrátt fyrir efnahagskreppuna í heiminum jukust tekjur þeirra tíu efstu á listanum samanlagt um 219 milljónir dollara, eða tæpa 29 milljarða, miðað við sama lista í fyrra sem hlýtur að teljast saga til næsta bæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.