Lífið

Fjórða plata Óskars

óskar pétursson Álftagerðisbróðirinn hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu.
óskar pétursson Álftagerðisbróðirinn hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu.

Álftagerðisbróðirinn Óskar Pétursson hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Allt sem ég er. Tónlistin er eftir Björgvin Þ. Valdimarson og gestasöngvarar eru Björgvin Halldórsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, sem syngur lagið Neyslu(kv)æði þar sem gert er góðlátlegt grín að neysluæði Íslendinga.

Björgvin Þ. Valdimarsson og Óskar hafa starfað mikið saman og hefur Óskar ásamt bræðrum sínum sungið þó nokkuð af lögum Björgvins, þar á meðal hið vinsæla Undir Dalanna sól. „Þetta meiðir engan,“ segir Óskar um tónlistina á plötunni og tekur fram að textarnir hafi verið smekklega valdir af Björgvini.

Meðal textahöfunda eru Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Kristján Hreinsson, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness og Sigurbjörn Einarsson. Óskar hefur í nógu að snúast í tónlistinni og er bókaður langt fram í tímann. „Það er nóg að gera við jarðarfarirnar og síðan eru það afmælisveislur og aðrar stórhátíðir,“ segir hann. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.