Lífið

Hlutverk Herdísar

Leiklist Herdís Þorvaldsdóttir leikkona.
Leiklist Herdís Þorvaldsdóttir leikkona.

Áfram heldur flutningur verka eftir Hrafnhildi Hagalín í Útvarpsleikhúsinu á rás 1 sem samin voru fyrir nokkra elstu og virtustu leikara okkar: á sunnudag verður frumflutt leikritið Is there someone out there? með Herdísi Þorvaldsdóttur í aðalhlutverki.

Herdís fór að leika ung að aldri í Hafnarfirði þar sem hún ólst upp. Hún kom snemma til starfa hjá Leik­félagi Reykjavíkur og Fjalakettinum í Iðnó og varð strax einn af máttarstólpum Þjóðleikhússins 1950 þar sem hún vann alla sína starfsævi. Jafnframt var hún afkstamikill leikari í útvarpi. Hún tók á seinni árum að beita sér mjög fyrir friðun lands og náttúru og eftir feril sinn hjá Þjóðleikhúsi varð hún áberandi í hlutverkum á hvíta tjaldinu.

Leikurinn henni helgaður segir af eldri heimskonu sem lifað hefur fjölbreyttu og skrautlegu lífi í útlöndum er sest að í litlu sjávar­plássi fyrir vestan. Hún fær í heimsókn til sín þekkta íslenska þáttagerðarkonu og segir henni sögu sína. Hrafnhildur leikstýrir sjálf.

Á eftir flutningi leikritsins verður á dagskrá þátturinn Í aðalhlutverki þar sem brot af ferli Herdísar Þorvaldsdóttur í Útvarpsleikhúsinu verða rifjuð upp. Um kvöldið verður frumfluttur sjónvarps­þátturinn Persónur & leikendur í ríkissjónvarpinu, þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við Herdísi.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.