Ekki fyrir lofthrædda leikara 10. október 2009 06:00 Einstök leikmynd Börkur hefur hannað þriggja hæða hús en gólfið er vírnet sem leikararnir ganga á. Draumur ljósamannsins, segir Börkur, en hálfgerð martröð fyrir lofthrædda leikara. Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. „Það er alltaf gaman að fá svona verkefni,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður, sem hannar leikmyndina fyrir verkið Fjölskylduna sem Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og verður eitt af flaggskipum Borgarleikhússins í ár. Leikmyndin er einstök að því leytinu að þriggja hæða hús er nú risið á stóra sviði Borgarleikhússins og leikararnir ganga um á vírnetsgólfi. Börkur segir að eitthvað hafi þurft að vinna í lofthræðslu sumra leikaranna en vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem voru eitthvað smeykir við hæðina. „Það eru ekkert allir jafn öruggir með þetta, en þetta er allt að koma.“ Börkur útskýrir að inn í verkið sé skrifað ættaróðal, hálfgert fjölskyldusetur, en verkið gerist að mestu leyti þar inni. Húsið er opið og hálfgerð beinagrind. „Allir leikarar sem koma inn í húsið eru því í sýningunni allan þann tíma og eru að leika þótt þeir séu kannski ekki í sviðsljósinu. Við getum því fylgst með ferðalagi þeirra um húsið,“ útskýrir Börkur og bætir því við að þótt leikmyndin sé kannski martröð fyrir lofthrædda leikara sé hún draumur fyrir ljósamenn. „Yfirleitt eru þeir að berjast við veggi og þök en það eru hins vegar engir slíkir á þessu húsi,“ útskýrir Börkur en húsið teygir sig yfir allt sviðsopið. Leikmyndahönnuðurinn segir miklar pælingar liggja að baki þessari leikmynd, eins og reyndar flestöllum leikmyndum, og verður eilítið hugsi þegar hann er spurður hvort þetta sé hans stærsta verk hingað til. „Leikmyndin við Woyzeck var nokkuð stór en hún gerðist öll í stóru rými þannig að já, þetta er sennilega mín stærsta leikmynd, þar sem leikarar leika beinlínis í loftinu líka,“ segir Börkur. Hann segir leikarana hafa tekið leikmyndinni vel þótt hún sé nokkuð krefjandi. „Íslenskir leikarar eru alveg sérlega góðir í að laga sig að aðstæðum, þeir eru ekkert að kvarta. En auðvitað útheimtir sýningin líkamlegt úthald og rýmistilfinningu og fólk þarf að vera vel einbeitt í byrjun meðan það er að venjast leikmyndinni. Þetta kemur samt allt bara með kalda vatninu og æfingunum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. „Það er alltaf gaman að fá svona verkefni,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður, sem hannar leikmyndina fyrir verkið Fjölskylduna sem Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og verður eitt af flaggskipum Borgarleikhússins í ár. Leikmyndin er einstök að því leytinu að þriggja hæða hús er nú risið á stóra sviði Borgarleikhússins og leikararnir ganga um á vírnetsgólfi. Börkur segir að eitthvað hafi þurft að vinna í lofthræðslu sumra leikaranna en vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem voru eitthvað smeykir við hæðina. „Það eru ekkert allir jafn öruggir með þetta, en þetta er allt að koma.“ Börkur útskýrir að inn í verkið sé skrifað ættaróðal, hálfgert fjölskyldusetur, en verkið gerist að mestu leyti þar inni. Húsið er opið og hálfgerð beinagrind. „Allir leikarar sem koma inn í húsið eru því í sýningunni allan þann tíma og eru að leika þótt þeir séu kannski ekki í sviðsljósinu. Við getum því fylgst með ferðalagi þeirra um húsið,“ útskýrir Börkur og bætir því við að þótt leikmyndin sé kannski martröð fyrir lofthrædda leikara sé hún draumur fyrir ljósamenn. „Yfirleitt eru þeir að berjast við veggi og þök en það eru hins vegar engir slíkir á þessu húsi,“ útskýrir Börkur en húsið teygir sig yfir allt sviðsopið. Leikmyndahönnuðurinn segir miklar pælingar liggja að baki þessari leikmynd, eins og reyndar flestöllum leikmyndum, og verður eilítið hugsi þegar hann er spurður hvort þetta sé hans stærsta verk hingað til. „Leikmyndin við Woyzeck var nokkuð stór en hún gerðist öll í stóru rými þannig að já, þetta er sennilega mín stærsta leikmynd, þar sem leikarar leika beinlínis í loftinu líka,“ segir Börkur. Hann segir leikarana hafa tekið leikmyndinni vel þótt hún sé nokkuð krefjandi. „Íslenskir leikarar eru alveg sérlega góðir í að laga sig að aðstæðum, þeir eru ekkert að kvarta. En auðvitað útheimtir sýningin líkamlegt úthald og rýmistilfinningu og fólk þarf að vera vel einbeitt í byrjun meðan það er að venjast leikmyndinni. Þetta kemur samt allt bara með kalda vatninu og æfingunum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira