Lífið

Fimmtán ára afmæli Sixtís

upphafsárin Hljómsveitin Sixtís í upphafi ferils síns fyrir um fimmtán árum.
upphafsárin Hljómsveitin Sixtís í upphafi ferils síns fyrir um fimmtán árum.

Hljómsveitin Sixtís heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt með balli á Players í kvöld. Tveir af hinum upprunalegu meðlimum sveitarinnar, Þórarinn Freysson og Andrés Þór Gunnlaugsson, ætla að stíga á svið og gera sér glaðan dag með sínum gömlu félögum. Þórarinn er búsettur í Bretlandi en Andrés Þór er einn fremsti djassari landsins.

„Fyrsta giggið var að mig minnir 14. október á gamla Gauki á Stöng,“ segir söngvarinn Rúnar Örn Friðriksson þegar hann rifjar upp upphafsár Sixtís. Sveitin á rætur sínar að rekja til þungarokkssveitar­innar Jötunuxa þar sem þeir félagar rokkuðu feitt, leðurklæddir og með sítt hár. Sumarið 1994 breyttust þeir í Sixtís og gáfu út sína fyrstu plötu með lögum í anda sjöunda áratugarins sem sló rækilega í gegn. „Í dag erum við orðnir meira poppband. Það er bara að hafa gaman af þessu. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.