Vandséð að umsókn Breta þjóni nokkrum tilgangi 2. apríl 2009 10:50 Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, segir vandséð að einhliða greinargerðir Breta og Íra varðandi Hatton-Rockall svæðið þjóni nokkrum tilgangi. Þjóðirnar hafa lagt inn umsókn til Sameinuðu Þjóðanna um full yfirráð yfir svæðinu sem talið er ríkgt af olíu en það liggur mitt á milli Bretlands og Íslands í Norður-Atlantshafinu. „Vandséð er að einhliða greinargerðir Breta og Íra þjóni nokkrum tilgangi," segir Tómas. „Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki vald til að fjalla um greinargerðir einstakra ríkja um umdeild hafsvæði, nema með samþykki allra deiluaðila. Fyrir liggur að hvorki Ísland né Danmörk fyrir hönd Færeyja munu veita slíkt samþykki og að nefndin mun því alls ekki fjalla um greinargerðir Bretlands og Írlands." Áhersla lögð á samkomulag um skiptingu landgrunns Tómas segir að af Íslands hálfu sé lögð áhersla á að hinir fjórir aðilar Hatton Rockall-málsins, þ.e. Ísland, Bretland, Írland og Danmörk f.h. Færeyja, nái fyrst samkomulagi um skiptingu landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu. „Að því loknu leggi þeir síðan sameiginlega greinargerð fyrir landgrunnsnefndina um ytri mörk landgrunns á svæðinu, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins sem er þar fyrir utan," segir Tómas og bætir því við að næsti fundur ríkjanna fjögurra um Hatton Rockall- málið verði haldinn í Þórshöfn í júní. „Ísland mun skila greinargerð til landgrunnsnefndarinnar um ytri mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna áður en frestur til þess rennur út 13. maí nk. Greinargerðin mun annars vegar ná til landgrunns í suðurhluta Síldarsmugunnar og hins vegar á Reykjaneshrygg. Hún mun að svo stöddu ekki ná til hins umdeilda Hatton Rockall-svæðis, enda gildir umræddur tímafrestur ekki um umdeild svæði," segir Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins að lokum. Tengdar fréttir Stefnir í stríð milli Íslands og Bretlands um Rockall svæðið Bretland hefur lagt inn umsókn hjá Sameinuðu þjóðunum um full yfiráð yfir Hatton-Rockall svæðinu í Norður Atlantshafi. Þar með stefni í diplómatískt stríð milli Íslands og Færeyja annarsvegar og Bretlands hinsvegar. Írland átti einnig aðild að samningaviðræðunum. 2. apríl 2009 08:47 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, segir vandséð að einhliða greinargerðir Breta og Íra varðandi Hatton-Rockall svæðið þjóni nokkrum tilgangi. Þjóðirnar hafa lagt inn umsókn til Sameinuðu Þjóðanna um full yfirráð yfir svæðinu sem talið er ríkgt af olíu en það liggur mitt á milli Bretlands og Íslands í Norður-Atlantshafinu. „Vandséð er að einhliða greinargerðir Breta og Íra þjóni nokkrum tilgangi," segir Tómas. „Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki vald til að fjalla um greinargerðir einstakra ríkja um umdeild hafsvæði, nema með samþykki allra deiluaðila. Fyrir liggur að hvorki Ísland né Danmörk fyrir hönd Færeyja munu veita slíkt samþykki og að nefndin mun því alls ekki fjalla um greinargerðir Bretlands og Írlands." Áhersla lögð á samkomulag um skiptingu landgrunns Tómas segir að af Íslands hálfu sé lögð áhersla á að hinir fjórir aðilar Hatton Rockall-málsins, þ.e. Ísland, Bretland, Írland og Danmörk f.h. Færeyja, nái fyrst samkomulagi um skiptingu landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu. „Að því loknu leggi þeir síðan sameiginlega greinargerð fyrir landgrunnsnefndina um ytri mörk landgrunns á svæðinu, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins sem er þar fyrir utan," segir Tómas og bætir því við að næsti fundur ríkjanna fjögurra um Hatton Rockall- málið verði haldinn í Þórshöfn í júní. „Ísland mun skila greinargerð til landgrunnsnefndarinnar um ytri mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna áður en frestur til þess rennur út 13. maí nk. Greinargerðin mun annars vegar ná til landgrunns í suðurhluta Síldarsmugunnar og hins vegar á Reykjaneshrygg. Hún mun að svo stöddu ekki ná til hins umdeilda Hatton Rockall-svæðis, enda gildir umræddur tímafrestur ekki um umdeild svæði," segir Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins að lokum.
Tengdar fréttir Stefnir í stríð milli Íslands og Bretlands um Rockall svæðið Bretland hefur lagt inn umsókn hjá Sameinuðu þjóðunum um full yfiráð yfir Hatton-Rockall svæðinu í Norður Atlantshafi. Þar með stefni í diplómatískt stríð milli Íslands og Færeyja annarsvegar og Bretlands hinsvegar. Írland átti einnig aðild að samningaviðræðunum. 2. apríl 2009 08:47 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Stefnir í stríð milli Íslands og Bretlands um Rockall svæðið Bretland hefur lagt inn umsókn hjá Sameinuðu þjóðunum um full yfiráð yfir Hatton-Rockall svæðinu í Norður Atlantshafi. Þar með stefni í diplómatískt stríð milli Íslands og Færeyja annarsvegar og Bretlands hinsvegar. Írland átti einnig aðild að samningaviðræðunum. 2. apríl 2009 08:47