Fótbolti

Einn besti dagurinn á mínum ferli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Gordon í leik með skoska landsliðinu.
Craig Gordon í leik með skoska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Craig Gordon var hetja Skota í leiknum gegn Íslandi í gær og sagði hann í samtali við fjölmiðla að gærdagurinn hafi verið einn sá best á sínum ferli.

„Þetta var mjög tilfinningaþrungið. Það er langur vegur að baki hjá mér," sagði Gordon. Hann hefur mátt verma tréverkið hjá Sunderland undanfarna mánuði og var á bekknum í leik Hollands og Skotlands um helgina.

Hins vegar eftir afglöp Allan McGregor, markvarðar Glasgow Rangers, eftir leikinn var Gordon kominn aftur á milli stanganna í skoska landsliðinu.

„Mér hefur ekki tekist að koma mér aftur í byrjunarliðið hjá mínu félagi og því var það afar gott fyrir mig persónulega að fá tækifærið í svona mikilvægum leik og standa mig eins vel og mér fannst ég gera."

„Vonandi fæ ég ný tækifæri eftir þennan leik. Þetta er einn af bestu dögunum mínum á ferlinum því ég er kominn aftur á rétta braut," sagði Gordon í samtali við skoska fjölmiðla.

„Markmiðið mitt nú er að komast aftur í byrjunarlið Sunderland. Ég efast um að leikurinn þessi leikur hafi skemmt fyrir mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×