Fluttu í leit að betra lífi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. júní 2009 18:52 Ung fjögurra manna fjölskylda flutti úr landi í morgun í von um betra líf í Noregi eftir að hafa gefist upp á samskiptum við banka sinn. Fjölskyldan réði ekki við greiðslubyrði sína og segir bankann hafa hafnað eina kaupandanum sem vildi taka yfir lánin. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir athugandi fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur í ljósi ástandsins. Hjónin eru á þrítugsaldri og eiga tvo drengi, þriggja og fjögurra ára. „Bankinn á okkur í dag," sagði fjölskyldufaðirinn þegar fréttastofa ræddi við hann í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum áður en fjölskyldan hélt út á Leifsstöð. Hann er málari, hún útskrifaðist sem grunnskólakennari í gær og hefur unnið sem slíkur. Saman keyptu þau rösklega 100 fermetra blokkaríbúð í Hafnarfirði árið 2007 á 24,2 milljónir króna og fengu til þess lán upp á tæpar 19,4 milljónir. Það hefur síðan hækkað um fjórar milljónir. Þau voru með tvo bíla á bílaláni, þar af einn á myntkörfuláni. Þau hættu að borga í fyrra og segjast hafa haft samband við lögfræðideild Glitnis þegar stefndi í óefni. Þar hafi þeim verið ráðlagt að tala við Ráðgjafastofu heimilanna, sem hafi lagt til að þau seldu íbúðina gegn yfirtöku skulda að viðbættum vanskilum. Fasteignakaupendur eru sjaldséðir hrafnar þessa mánuðina og enginn svo mikið sem hringdi fyrr en tilboð kom 3. apríl upp á þau býtti að taka yfir lánið og vanskilum verði breytt í lán á sömu kjörum. En þá neitar bankinn - á þeim forsendum að komið sé yfir veðhæfni og að til séu greiðsluerfiðleikaúrræði. Þá var unga parið búið að gefast upp, hann kominn með vinnu í Noregi og þau ekki reiðubúin til að borga áfram af lánum sem voru komin umfram verðmæti íbúðarinnar. Fjölskyldufaðirinn segir meðferðina á þeim fáránlega, en viðurkennir þó að bera ábyrgð á eigin vanskilum. Fasteignasali fjölskyldunnar furðar sig á þessari meðferð málsins, nú tapi bankinn, fjölskyldan og þjóðarbúið. Íbúðin fari líklega á nauðungarsölu og fjölskyldufaðirinn sennilega lýstur gjaldþrota. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir ríkar ástæður fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ung fjögurra manna fjölskylda flutti úr landi í morgun í von um betra líf í Noregi eftir að hafa gefist upp á samskiptum við banka sinn. Fjölskyldan réði ekki við greiðslubyrði sína og segir bankann hafa hafnað eina kaupandanum sem vildi taka yfir lánin. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir athugandi fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur í ljósi ástandsins. Hjónin eru á þrítugsaldri og eiga tvo drengi, þriggja og fjögurra ára. „Bankinn á okkur í dag," sagði fjölskyldufaðirinn þegar fréttastofa ræddi við hann í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum áður en fjölskyldan hélt út á Leifsstöð. Hann er málari, hún útskrifaðist sem grunnskólakennari í gær og hefur unnið sem slíkur. Saman keyptu þau rösklega 100 fermetra blokkaríbúð í Hafnarfirði árið 2007 á 24,2 milljónir króna og fengu til þess lán upp á tæpar 19,4 milljónir. Það hefur síðan hækkað um fjórar milljónir. Þau voru með tvo bíla á bílaláni, þar af einn á myntkörfuláni. Þau hættu að borga í fyrra og segjast hafa haft samband við lögfræðideild Glitnis þegar stefndi í óefni. Þar hafi þeim verið ráðlagt að tala við Ráðgjafastofu heimilanna, sem hafi lagt til að þau seldu íbúðina gegn yfirtöku skulda að viðbættum vanskilum. Fasteignakaupendur eru sjaldséðir hrafnar þessa mánuðina og enginn svo mikið sem hringdi fyrr en tilboð kom 3. apríl upp á þau býtti að taka yfir lánið og vanskilum verði breytt í lán á sömu kjörum. En þá neitar bankinn - á þeim forsendum að komið sé yfir veðhæfni og að til séu greiðsluerfiðleikaúrræði. Þá var unga parið búið að gefast upp, hann kominn með vinnu í Noregi og þau ekki reiðubúin til að borga áfram af lánum sem voru komin umfram verðmæti íbúðarinnar. Fjölskyldufaðirinn segir meðferðina á þeim fáránlega, en viðurkennir þó að bera ábyrgð á eigin vanskilum. Fasteignasali fjölskyldunnar furðar sig á þessari meðferð málsins, nú tapi bankinn, fjölskyldan og þjóðarbúið. Íbúðin fari líklega á nauðungarsölu og fjölskyldufaðirinn sennilega lýstur gjaldþrota. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir ríkar ástæður fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira