Fluttu í leit að betra lífi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. júní 2009 18:52 Ung fjögurra manna fjölskylda flutti úr landi í morgun í von um betra líf í Noregi eftir að hafa gefist upp á samskiptum við banka sinn. Fjölskyldan réði ekki við greiðslubyrði sína og segir bankann hafa hafnað eina kaupandanum sem vildi taka yfir lánin. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir athugandi fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur í ljósi ástandsins. Hjónin eru á þrítugsaldri og eiga tvo drengi, þriggja og fjögurra ára. „Bankinn á okkur í dag," sagði fjölskyldufaðirinn þegar fréttastofa ræddi við hann í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum áður en fjölskyldan hélt út á Leifsstöð. Hann er málari, hún útskrifaðist sem grunnskólakennari í gær og hefur unnið sem slíkur. Saman keyptu þau rösklega 100 fermetra blokkaríbúð í Hafnarfirði árið 2007 á 24,2 milljónir króna og fengu til þess lán upp á tæpar 19,4 milljónir. Það hefur síðan hækkað um fjórar milljónir. Þau voru með tvo bíla á bílaláni, þar af einn á myntkörfuláni. Þau hættu að borga í fyrra og segjast hafa haft samband við lögfræðideild Glitnis þegar stefndi í óefni. Þar hafi þeim verið ráðlagt að tala við Ráðgjafastofu heimilanna, sem hafi lagt til að þau seldu íbúðina gegn yfirtöku skulda að viðbættum vanskilum. Fasteignakaupendur eru sjaldséðir hrafnar þessa mánuðina og enginn svo mikið sem hringdi fyrr en tilboð kom 3. apríl upp á þau býtti að taka yfir lánið og vanskilum verði breytt í lán á sömu kjörum. En þá neitar bankinn - á þeim forsendum að komið sé yfir veðhæfni og að til séu greiðsluerfiðleikaúrræði. Þá var unga parið búið að gefast upp, hann kominn með vinnu í Noregi og þau ekki reiðubúin til að borga áfram af lánum sem voru komin umfram verðmæti íbúðarinnar. Fjölskyldufaðirinn segir meðferðina á þeim fáránlega, en viðurkennir þó að bera ábyrgð á eigin vanskilum. Fasteignasali fjölskyldunnar furðar sig á þessari meðferð málsins, nú tapi bankinn, fjölskyldan og þjóðarbúið. Íbúðin fari líklega á nauðungarsölu og fjölskyldufaðirinn sennilega lýstur gjaldþrota. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir ríkar ástæður fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ung fjögurra manna fjölskylda flutti úr landi í morgun í von um betra líf í Noregi eftir að hafa gefist upp á samskiptum við banka sinn. Fjölskyldan réði ekki við greiðslubyrði sína og segir bankann hafa hafnað eina kaupandanum sem vildi taka yfir lánin. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir athugandi fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur í ljósi ástandsins. Hjónin eru á þrítugsaldri og eiga tvo drengi, þriggja og fjögurra ára. „Bankinn á okkur í dag," sagði fjölskyldufaðirinn þegar fréttastofa ræddi við hann í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum áður en fjölskyldan hélt út á Leifsstöð. Hann er málari, hún útskrifaðist sem grunnskólakennari í gær og hefur unnið sem slíkur. Saman keyptu þau rösklega 100 fermetra blokkaríbúð í Hafnarfirði árið 2007 á 24,2 milljónir króna og fengu til þess lán upp á tæpar 19,4 milljónir. Það hefur síðan hækkað um fjórar milljónir. Þau voru með tvo bíla á bílaláni, þar af einn á myntkörfuláni. Þau hættu að borga í fyrra og segjast hafa haft samband við lögfræðideild Glitnis þegar stefndi í óefni. Þar hafi þeim verið ráðlagt að tala við Ráðgjafastofu heimilanna, sem hafi lagt til að þau seldu íbúðina gegn yfirtöku skulda að viðbættum vanskilum. Fasteignakaupendur eru sjaldséðir hrafnar þessa mánuðina og enginn svo mikið sem hringdi fyrr en tilboð kom 3. apríl upp á þau býtti að taka yfir lánið og vanskilum verði breytt í lán á sömu kjörum. En þá neitar bankinn - á þeim forsendum að komið sé yfir veðhæfni og að til séu greiðsluerfiðleikaúrræði. Þá var unga parið búið að gefast upp, hann kominn með vinnu í Noregi og þau ekki reiðubúin til að borga áfram af lánum sem voru komin umfram verðmæti íbúðarinnar. Fjölskyldufaðirinn segir meðferðina á þeim fáránlega, en viðurkennir þó að bera ábyrgð á eigin vanskilum. Fasteignasali fjölskyldunnar furðar sig á þessari meðferð málsins, nú tapi bankinn, fjölskyldan og þjóðarbúið. Íbúðin fari líklega á nauðungarsölu og fjölskyldufaðirinn sennilega lýstur gjaldþrota. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir ríkar ástæður fyrir bankana að endurskoða veðsetningarreglur.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira