Innlent

Finnst ójafnt kynjahlutfall sláandi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í þinginu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í þinginu. Mynd/Pjetur
„Þetta eru sláandi tölur þegar maður sér þær svona á blaði," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um kynjahlutfall forstjóra ríkisstofnana.

Eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í dag er sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum. Kom það í ljós í svörum ráðherra við fyrirspurn Þórunnar í þinginu.

„Þetta staðfestir það sem maður vissi, að í langflestum ríkisstofnunum eru karlmenn í mjög miklum meirihluta."

„Þetta sýnir manni svart á hvítu að baráttan fyrir jöfnum hlut kvenna allsstaðar í samfélaginu er sannarlega ekki lokið."

Þórunn er þeirrar skoðunar að nýta beri þá endurreisn sem senn fer í hönd til að gera hlut kvenna í stjórn samfélagsins og stofnunum ríkisins stærri.

Hún bendir þó á að margir karlanna hafi setið lengi, og hlutur kvenna sé stærri í nýráðningum á vegum ráðuneytanna.


Tengdar fréttir

Sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum

Meira en tvöfalt fleiri karlar en konur veita opinberum stofnunum forstöðu undir ellefu ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur komið fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×