Innlent

Allir stjórnarþingmenn samþykkja ESB-tillöguna

Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar.
Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar.

Utanríkismálanefnd er búin að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn í ESB út úr nefndinni. Hart var tekist á í nefndinni út af tillögunni.

Allir stjórnarþingmenn í nefndinni greiddu atkvæði með tillögunni en Vinstri grænir hafa hingað til ekki gefið opinberlega upp afstöðu sína til málsins líkt og Samfylkingin.

Nefndarmenn minnihlutans munu skila inn séráliti vegna málsins.

Búist er við að tillagan verði tekin fyrir á þingfundi á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×