Innlent

Lögreglan á námskeiði um útlendinga og mansal

Alberto Andreani kennir lögreglumönnum hvað skal gera þegar mansal kemur upp. Mynd/logreglan.is
Alberto Andreani kennir lögreglumönnum hvað skal gera þegar mansal kemur upp. Mynd/logreglan.is

Þessa viku stendur yfir í framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins sérnámskeið um málefni útlendinga og fleira. Meðal kennsluefnis er skipulögð glæpastarfsemi og varnir gegn henni, ekki síst mansali en þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi af þessu tilefni fyrirlesara sem vinnur hjá þeirri deild ÖSE sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Fyrirlesarinn, Alberto Anderani, hélt á námskeiðinu fyrirlestur um skipulagða glæpastarfsemi með sérstaka áherslu á mansal.

Aðrir kennarar á námskeiðinu koma frá Lögregluskóla ríkisins, lögreglustjórunum á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Útlendingastofnun.

Auk þess að kenna á námskeiðinu mun Alberto Anderani halda sérstakan fræðslufund með yfirmönnum í lögreglu og frá ákæruvaldi um mansal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×