Innlent

Stakk lögregluna af á 185 kílómetra hraða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ökumaður var mældur á 161 kílómetra hraða á Skógasandi á laugardagskvöld og stöðvaði ekki för þegar lögregla gaf honum merki. Hann jók ferðina og náði að komast undan lögreglunni.

Bifreiðin fannst svo yfirgefin nokkru síðar í Vík. Eigandi bifreiðarinnar fannst síðan daginn eftir og gekkst hann við brotinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Hann viðurkenndi að hafa ekið á allt að 185 kílómetra hraða við að komast undan lögreglunni.

Lögreglan segir það vera mikla mildi að ekki hlaust slys af þessu atviki. Maðurinn var samstundis sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×