Haukar lögðu Fram í Safamýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2009 19:12 Viggó Sigurðsson stýrir Fram gegn sínu gamla félagi í kvöld. Mynd/Anton Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram.
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira