Lífið

Sunny Day sótt 2.600 sinnum

þór kristinsson Lag hans Sunny Day var sótt tæplega 2.600 sinnum á heimasíðunni Myspace.com/windows.
þór kristinsson Lag hans Sunny Day var sótt tæplega 2.600 sinnum á heimasíðunni Myspace.com/windows.

Lag Þórs Kristinssonar, Sunny Day, var sótt tæplega 2.600 sinnum á heimasíðu Microsoft, Myspace.com/windows, í nýrri kynningarherferð sem fyrirtækið stóð fyrir. „Mig langar að þakka öllum þeim sem studdu mig í herferðinni. Ég fékk mikla kynningu," sagði Þór, hæstánægður með árangurinn.

Lagið var valið ásamt um eitt þúsund öðrum í herferðina og borgaði fyrirtækið lagahöfundunum í hvert skipti sem lag þeirra var sótt ókeypis, eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar. Með árangri sínum komst Sunny Day á lista yfir áttatíu vinsælustu lögin. Í þeim hópi voru lög eftir The Lemonheads og Warren G.

Næsta smáskífulag Þórs, Call, var nýverið krufið til mergjar af nýju forriti sem stór útgáfufyrirtæki nota til að sjá hversu líkleg þau eru til vinsælda. Lagið hlaut 7,8 í einkunn og komst þar með í platínuflokk. Einkunnin gefur góð fyrir­heit um framhaldið, enda spáði forritið á sínum tíma rétt fyrir um vinsældir fyrstu plötu Noruh Jones, Come Away With Me.

Sunny Day og Call er að finna á fyrstu plötu Þórs, Running Naked, sem kom út á síðasta ári. Þór er búsettur í Nova Scotia í Kanada en lék áður í söngleikjum á West End í London. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.