Líkti Svavari við Jack Black 29. september 2009 06:00 aðskildir við fæðingu? Svavar Knútur og Jack Black gætu nánast verið tvíburabræður – allavega að mati málarans Kilford, sem hefur málað meistara á borð við Robert Plant, Brian Eno og Damon Albarn. Svavar segist oft lenda í því að vera líkt við Black. Breski tónlistarmálarinn Kilford sem málaði á tónleikum For a Minor Reflection á Nasa fyrir skömmu líkir Svavari Knúti við Hollywood-leikarann og söngvarann Jack Black á bloggsíðu sinni. „Þetta er ekki óalgengt. Ég er að fá svolítið af þessu, Philip Seymour Hoffman, Oliver Platt og Jack Black," segir trúbadorinn Svavar Knútur. Kilford lætur allt flakka á blogginu um upplifun sína af tónleikum Svavars Knúts: „Ég gekk inn á þennan stað og forsprakkinn var í rosalega ljótri peysu og ég hugsaði með mér að hann hlyti að vera að stikna úr hita," skrifar Kilford. jack black Black hefur getið sér gott orð sem söngvari í hljómsveitinni Tenacious D. „Ég hafði gaman af þessum strákum. Söngvarinn minnti mig rosalega mikið á Jack Black og var greinilega með sama sjálfstrausts-genið og hann. Hann lifði sig líka virkilega inn í sönginn. Trommarinn var líka frábær og hætti ekki að brosa, sem fékk mig til að brosa. Bassaleikaranum var líka alveg sama um allt og gerði bara sína hluti óaðfinnanlega." Svavar hefur gaman af samlíkingunni og viðurkennir að líkindin með honum og Jack Black séu til staðar. „Þybbinn með skegg og líka svona nett ofvirkur," segir hann um sjálfan sig. „Ég er samt með allt öðruvísi lagasmíðar en hann. Ég ber fulla virðingu fyrir Tenacious D [hljómsveit Jacks Black] en mér finnst þeir svolítið barnalegir," segir hann. „En ég hef ógeðslega gaman af Jack Black. Hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum. Það er skemmtilegt að eiga sér tvífara, sérstaklega af því að það eru margir taktar sem eru svipaðir. Ég hef bara gaman af þessu og tek þetta ekkert alvarlega." f Svavar hefði þó frekar kosið að vera líkt við tónlistarmann á borð við Nick Drake, sem hann hefur mikið dálæti á. „Ef Nick Drake hefði verið þybbinn og með skegg þá væri það kannski séns." Kilford hefur á farsælum ferli sínum málað þekkta flytjendur á borð við Damon Albarn, Robert Plant, Black Eyed Peas, Kasabian og Brian Eno. Hver veit nema Svavar Knútur verði næst fyrir valinu, eftir hið vel heppnaða málverk á tónleikum For a Minor Reflection. f „Mér fannst þetta ógeðslega flott. Ég horfði á þetta og hugsaði með mér: „Þetta vil ég gera"," segir Svavar um frammistöðu Kilfords.Kilford ber Íslandi vel söguna í bloggfærslu sinni og nefnir að hljómsveitirnar Pascal Pinon, FM Belfast og stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar hafi einnig heillað hann upp úr skónum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Breski tónlistarmálarinn Kilford sem málaði á tónleikum For a Minor Reflection á Nasa fyrir skömmu líkir Svavari Knúti við Hollywood-leikarann og söngvarann Jack Black á bloggsíðu sinni. „Þetta er ekki óalgengt. Ég er að fá svolítið af þessu, Philip Seymour Hoffman, Oliver Platt og Jack Black," segir trúbadorinn Svavar Knútur. Kilford lætur allt flakka á blogginu um upplifun sína af tónleikum Svavars Knúts: „Ég gekk inn á þennan stað og forsprakkinn var í rosalega ljótri peysu og ég hugsaði með mér að hann hlyti að vera að stikna úr hita," skrifar Kilford. jack black Black hefur getið sér gott orð sem söngvari í hljómsveitinni Tenacious D. „Ég hafði gaman af þessum strákum. Söngvarinn minnti mig rosalega mikið á Jack Black og var greinilega með sama sjálfstrausts-genið og hann. Hann lifði sig líka virkilega inn í sönginn. Trommarinn var líka frábær og hætti ekki að brosa, sem fékk mig til að brosa. Bassaleikaranum var líka alveg sama um allt og gerði bara sína hluti óaðfinnanlega." Svavar hefur gaman af samlíkingunni og viðurkennir að líkindin með honum og Jack Black séu til staðar. „Þybbinn með skegg og líka svona nett ofvirkur," segir hann um sjálfan sig. „Ég er samt með allt öðruvísi lagasmíðar en hann. Ég ber fulla virðingu fyrir Tenacious D [hljómsveit Jacks Black] en mér finnst þeir svolítið barnalegir," segir hann. „En ég hef ógeðslega gaman af Jack Black. Hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum. Það er skemmtilegt að eiga sér tvífara, sérstaklega af því að það eru margir taktar sem eru svipaðir. Ég hef bara gaman af þessu og tek þetta ekkert alvarlega." f Svavar hefði þó frekar kosið að vera líkt við tónlistarmann á borð við Nick Drake, sem hann hefur mikið dálæti á. „Ef Nick Drake hefði verið þybbinn og með skegg þá væri það kannski séns." Kilford hefur á farsælum ferli sínum málað þekkta flytjendur á borð við Damon Albarn, Robert Plant, Black Eyed Peas, Kasabian og Brian Eno. Hver veit nema Svavar Knútur verði næst fyrir valinu, eftir hið vel heppnaða málverk á tónleikum For a Minor Reflection. f „Mér fannst þetta ógeðslega flott. Ég horfði á þetta og hugsaði með mér: „Þetta vil ég gera"," segir Svavar um frammistöðu Kilfords.Kilford ber Íslandi vel söguna í bloggfærslu sinni og nefnir að hljómsveitirnar Pascal Pinon, FM Belfast og stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar hafi einnig heillað hann upp úr skónum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning