Erlent

Múslimar fagna föstulokum um heim allan

Í bænum Sulaimaniyah í Írak skelltu börnin sér í hringekju í tilefni dagsins. fréttablaðið/AP
Í bænum Sulaimaniyah í Írak skelltu börnin sér í hringekju í tilefni dagsins. fréttablaðið/AP
Múslimar fagna föstulokum með ýmsum hætti víða um heim.

Í Kaíró í Egyptalandi flykktist fólk í gær út á götur og að bökkum Nílarfljóts til að sýna sig og sjá aðra. Börnin skemmtu sér við að skjóta flugeldum á loft og verslunareigendur héldu stórútsölur til að draga að viðskiptavini.

Í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, safnaðist fólk saman í miðbænum til að fá sér að borða, kíkja í verslanir og skemmta sér. Föstumánuðinum ramadan lauk um helgina og í beinu framhaldi af því er haldin þriggja daga hátíð þar sem fólk gerir sér glaðan dag, snæðir góðan mat í faðmi fjölskyldunnar og skemmtir sér á ýmsa lund.

Í Gasaborg var stemningin frekar þvinguð, enda fólk enn hálf lamað eftir blóðugar árásir í byrjun ársins ásamt viðvarandi einangrun sem svæðinu er haldið í.

Í Kabúl, höfuðborg Afganistans, var léttara yfir fólki þrátt fyrir að árásum í borginni hafi fjölgað í tengslum við nýafstaðnar forsetakosningar. Börnin klæddu sig í sparifötin og fjölskyldur stilltu sér hátíðlega upp fyrir myndatöku eins og venja er til þar í borg. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×