Innlent

Næsti pottur í Víkingalottóinu hálfur milljarður

Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld og verður fyrsti vinningur því tvöfaldur að viku liðinni. Hann gæti orðið 500 milljónir ef ofurtalan verður ein af aðaltölunum.

,,Jókerinn var hins vegar í stuði í kvöld og reitti af sér vinningana. Þar af var einn miði með vinning upp á 2 milljónir og var hann seldur í N1 við Þjóðbraut á Akranesi. Fjórir miðar voru með vinning upp á 100.000 hver og voru þeir seldir á eftirtöldum stöðum; Vogaturninum, Gnoðarvogi 46, Reykjavík, Skeljungi við Austurmörk í Hveragerði, Select við Hagasmára í Kópavogi og einn keypti miðann sinn á lotto.is," að fram kemur á vef Íslenskrar getspár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×