Lífið

Boðið að spila við Lake Michigan

Mánuður í spilamennsku
Sjonni og Gunni Óla ætla að taka boði um að spila á hóteli, veitingastað og írskum bar við Lake Michigan í heilan mánuð um leið og tími gefst til.
Mánuður í spilamennsku Sjonni og Gunni Óla ætla að taka boði um að spila á hóteli, veitingastað og írskum bar við Lake Michigan í heilan mánuð um leið og tími gefst til.

„Þessi bareigandi rambaði inn á Hverfisbarinn fyrir slysni með vinum sínum og sat þarna meðan við vorum að spila,“ segir Sigurjón Brink tónlistarmaður, betur þekktur sem Sjonni. Hann hefur komið fram á Hverfisbarnum um árabil ásamt Gunnari Ólasyni úr Skítamóral, en þeim félögum hefur nú verið boðið til Bandaríkjanna að spila.

„Eftir giggið kom hann og talaði við okkur og lýsti yfir áhuga sínum á að fá okkur út að spila á hóteli, veitingastað og risastórum írskum bar sem hann á við Lake Michigan. Það leið svo eflaust um hálft ár þangað til ég fékk skilaboð frá honum í gegnum MySpace, en hann var þá búinn að vera að reyna að senda mér tölvupóst sem komst aldrei til skila út af einhverri síu í netvörninni hjá mér. Við komumst þá í samband og erum búnir að spjalla heilmikið saman og reyna að finna dagsetningu,“ segir Sjonni.

Aðspurður segir hann tilboðið mjög gott í ljósi núverandi gengis Bandaríkjadollars gagnvart íslensku krónunni.

„Þetta er engin smá spilamennska því þarna er spilað fimm daga vikunnar og aðeins frí á mánudögum og þriðjudögum, en þetta er mjög girnilegt tilboð og eflaust aldrei eins hagstætt að gera þetta eins og núna. Við Gunni erum báðir mikið bókaðir í sumar svo við ákváðum að slá þessu á frest, en við komum pottþétt til með að fara þegar við sjáum fram á að hafa tíma og dvelja í mánuð.“ - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.