Lífið

Fagnaði 105 ára afmæli

Margrét Hannesdóttir fangaði hundrað og fimm ára afmæli í dag. Margrét átti afmæli á miðvikudaginn en hélt ekki upp á það fyrr en í dag. Margrét þakkar góðu skapi og góðri hegðun háan aldur.

Margrét giftist Samúeli Kristjánssyni árið 1930 og eignuðust þau fimm börn. Afkomendur Margrétar í dag eru 56 að tölu en nýjasti afkomandinn fæddist einmitt á afmælisdegi Margrétar á miðvikudag. Við ræðum við Margréti í kvöldfréttatíma okkar klukkan hálf sjö.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.