Innlent

Ein í flokki 60 ára kvenna

Heilsa Þrettánda Laugavegshlaupið er haldið í dag og leggja 342 keppendur af stað hina 55 km löngu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Meðal þeirra er Hallgerður Arnórsdóttir sem er fyrsti og eini keppandinn í flokki kvenna 60 ára og eldri, en hún verður sextug á árinu.

„Mér finnst bara gaman að geta gert þetta," segir Gerður hógvær. Flokkurinn var búinn sérstaklega til fyrir hana. Eins þurfti að búa til flokk kvenna 50 ára og eldri þegar hún tók í fyrsta sinn þátt í hlaupinu fyrir tíu árum.

- sg /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×