Innlent

VR styrkir fjölskyldufólk

Vindáshlíð
Nú geta börn atvinnulausra félagsmanna VR farið frítt í sumarbúðir og á leikjanámskeið hjá KFUM og KFUK.
FRéttablaðið/úr safni
Vindáshlíð Nú geta börn atvinnulausra félagsmanna VR farið frítt í sumarbúðir og á leikjanámskeið hjá KFUM og KFUK. FRéttablaðið/úr safni

VR hefur undanfarið boðið upp á ýmis námskeið fyrir atvinnuleitandi félagsmenn en nú verða fjölskyldurnar líka styrktar.

Félagsmenn geta boðið börnum sínum upp á frí leikjanámskeið og sumbarbúðir hjá KFUM og KFUK. Takmarkað pláss er í boði og mikilvægt að panta sem fyrst. Þá er einnig hægt að fá veiði- og útilegukortið frítt og hestaferðir með Íshestum.

„Við erum að reyna að lífga upp á tilveruna hjá ungviðinu með foreldrunum þannig að fjölskyldan geti notið þess að vera saman, þótt það sé lítið um peninga,“ segir Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir, verkefnastjóri VR. „Fólk er alveg óskaplega þakklátt.“

Um 2.500 félagsmenn VR eru án vinnu. Hægt er að nálgast umsóknir og upplýsingar á heimasíðu VR www.vr.is. - hds




Fleiri fréttir

Sjá meira


×