Innlent

Táningur ákærður fyrir fjárdrátt í 10-11

Maðurinn dró sér fé úr 10-11.
Maðurinn dró sér fé úr 10-11.
Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 28. febrúar til 19. mars 2008 þegar maðurinn starfaði sem verslunarmaður í tveimur verslunum 10-11 Hraðkaupa í Reykjavík. Maður á að hafa dregið að sér samtals 333.811 krónur.

Annars vegar er um að ræða 176.554 krónur í verslun 10-11 við Langarima 21 sem hann dró að sér með 31 fjártöku úr peningakössum. Hinsvegar er um að ræða 157.257 krónur sem hann tók úr verslun í Sporhömrum með 24 fjártökum. Maðurinn mun hafa útbúið tilhæfulausar bakfærslur fyrir samsvarandi fjárhæðum til að leyna fjártökunum.

Mál á hendur manninum var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þá fer 10-11 Hraðkaup fram á skaðabætur upp á 298.811.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×