Erlent

Efa að N-Kóreumenn skjóti að Hawaii

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il í hópi dáta sinna.
Kim Jong-il í hópi dáta sinna. MYND/AFP/Getty Images

Bandarískir embættismenn segja það ólíklegt að Norður-Kóreumenn muni skjóta langdrægri eldflaug í átt að Hawaii 4. júlí. Leyniþjónustumenn telja undirbúning slíks skots taka mun lengri tíma en tíu daga og engin merki sjáist um að verið sé að flytja hluta í langdræga eldflaug til skotstaða í Norður-Kóreu. Hins vegar er talið líklegt að þeir hyggist gera frekari tilraunir með skamm- og meðaldrægar flaugar þar sem þeir hafi gefið út viðvörun til skipa um að forðast viss svæði á Japanshafi á ákveðnum tímum dags milli 24. júní og 9. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×