Innlent

Hótelstjóri á Grundarfirði: Svona er þessi bransi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá Grundarfirði
Frá Grundarfirði Mynd/Stefán
„Það voru einhverjar konur hérna sem settu upp markað og urðu fyrir vonbrigðum með að enginn skyldi verða eftir í bænum. Svona er þessi bransi bara," segir Gísli Ólafsson, hótelstjóri á Grundarfirði.

Skessuhorn greindi frá því í dag að eftirvænting handverksmanna bæjarins hefði breyst í vonbrigði þegar gestir skemmtiferðaskipsins Clipper Adventure fóru rakleiðis í skoðunarferð án þess að heimsækja bæinn, þegar það lagðist við höfn í Grundarfirði í gærmorgun. Handverksmarkaði hafði verið komið á fót til að laða að farþega skemmtiferðaskipa sem heimsækja bæinn.

Að sögn Gísla er atburðurinn í dag þó tæpast fréttnæmur.

„Menn geta ekki gengið að því vísu að menn fái farþega inn að versla við sig," segir hann.

Gísli segir stóra hópa, allt að þrjú til fjögurhundruð manns, koma með skemmtiferðaskipum til að skoða jöklana í kring og oft verði einhverjir eftir í bænum. Í þetta skiptið hafi farþegarnir hins vegar verið færri, um 85 talsins, og hist svo á að allir hafi farið í skoðunarferð.

Frétt Skessuhorns má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×