Innlent

Þriðji vinsælasti skólinn í ár

menntun Umsóknir nýnema í Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru um 450 talsins, en 280 fá inngöngu á fyrsta ári, að sögn Kristjáns Ásmundssonar, skólameistara FS.

Hann segir skólann búinn að taka inn forgang og nú standi eftir 100 umsóknir hjá umsækjendum sem eru eldri en 18 ára. Verið sé að vinna í þeim og athuga hvort mögulegt sé að taka það fólk inn.

„Við höfum ekki fjárheimildir frá ríkinu til að taka þetta mikið. Við erum með fleiri en við höfum heimild til," segir Kristján.

FS var þriðji vinsælasti skólinn í umsóknum nýnema, að sögn Pálma, á eftir Verzló og MH. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×