Innlent

Ráðherra tjáir sig ekki um neyðarkall frá lögreglumanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir vill ekki tjá sig um tölvupóstinn sem fréttastofu barst í dag. Mynd/ Daníel.
Ragna Árnadóttir vill ekki tjá sig um tölvupóstinn sem fréttastofu barst í dag. Mynd/ Daníel.
Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um ummæli lögreglumanns sem skrifaði fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag.

Maðurinn fullyrðir í tölvupósti að lögreglumönnum sé stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum séu þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Maðurinn fullyrðir í bréfinu að bæði öryggi lögreglumanna og almennings sé ógnað vegna niðurskurðar hjá lögreglunni. Þá hafi lögreglan yfir of fáum bílum að ráða og margir bílanna séu illa farnir. Þetta hafi meðal annars haft áhrif á framvindu mála þegar lögreglan elti ökuníðing á sunnudagskvöld. Í bréfinu segist maðurinn ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra fengust þau svör frá ritara ráðherra að hún myndi ekki tjá sig um málið. Ástæðan væri meðal annars sú að bréfið hefði verið nafnlaust.




Tengdar fréttir

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×