Lífið

Federline setur á fót raunveruleikaþátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þátturinn mun ekki skarta Federline einum, heldur allri fjölskyldunni.
Þátturinn mun ekki skarta Federline einum, heldur allri fjölskyldunni.
Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, á í samningaviðræðum við sjónvarpsstöð um að setja á fót sinn eigin raunveruleikaþátt. Samkvæmt heimildum E! News myndi þátturinn vera um Federline, Victoriu Prince, kærustu hans, og mögulega um strákana tvo sem Federline á með Britney.

„Victoria mun leika stórt hlutverk í þáttunum," sagði heimildarmaður við E! News. „Þau eru ekki trúlofuð en hún býr með honum í Encino“. Ef af þáttunum verður er búist við því að Britney muni leggja blessun sína yfir þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.