Kraftaverkasaga heróínfíkils 21. júlí 2009 06:00 Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður segist hafa heillast af sögunni um Suyash. fréttablaðið/Gva Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður um heimildarmynd sem hann vinnur að. Myndin fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opnaði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum samtökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðarheimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautufíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kathmandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörkunum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná fullkomnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferðarheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengisráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimilið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Mögnuð saga fíkils Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróínneyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuðborg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira
Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður um heimildarmynd sem hann vinnur að. Myndin fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opnaði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum samtökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðarheimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautufíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kathmandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörkunum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná fullkomnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferðarheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengisráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimilið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Mögnuð saga fíkils Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróínneyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuðborg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira