Innlent

Biskup tjáir sig ekki um mál Sigrúnar Pálínu

Karl Sigurbjörnsson biskup tjáir sig að svo stöddu ekki um mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur.
Karl Sigurbjörnsson biskup tjáir sig að svo stöddu ekki um mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur. Mynd/GVA

Karl Sigurbjörnsson biskup ætlar ekki tjá sig að svo stöddu um mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur sem rætt var við í þættinum Sjálfstætt fólk í gær.

Sigrún steig fram árið 1996 og sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi að hálfu Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups. Ólafur kærði Sigrúnu Pálínu og fleiri konur fyrir meiðyrði, en dró kæruna síðar til baka.

Í þættinum í gærkvöldi sagðist Sigrún vilja afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna málsins.

Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum biskups við þessum orðum í dag en fékk þau skilaboð frá upplýsingafulltrúa að biskup hyggðist ekki tjá sig.

Rætt verður við Sigrúnu Pálínu í þættinum Ísland í dag eftir fréttir Stöðvar 2 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×