Innlent

Fer fram á allsherjarkosningu um formann VR

Kristinn Örn Jóhannesson ætlar í dag að fara fram á allsherjarkosningu um formann VR fyrir kjörtímabilið 2009 til 2011. Í tilkynningu frá Kristni segir að Gunnar Páll Pálsson, núverandi formaður VR, hafi virt að vettugi þá beiðni félagsmanna í VR, að hann stígi til hliðar á meðan á rannsókn á málefnum gamla Kaupþings fer fram.

Grunur leiki á alvarlegum brotum stjórnar og stjórnenda bankans en Gunnar Páll sat þar í stjórn og lánanefnd bankans í krafti embættis síns sem formaður VR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×