Erlent

Gaf sig fram eftir skotárás í Óðinsvéum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gata í Óðinsvéum. Myndin tengist fréttinni ekki.
Gata í Óðinsvéum. Myndin tengist fréttinni ekki.

Tæplega þrítugur Líbani gaf sig fram við lögreglu í Óðinsvéum í Danmörku í gær vegna skotárásar á tvo Ísraela í verslunarmiðstöð þar í borg á gamlársdag.

Annar mannanna fékk skot í handlegg en hinn í fótlegg. Lögregla segir meintan árásarmann hafa verið úrskurðaðan í gæsluvarðhald í fjórar vikur meðan á rannsókn málsins standi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×