Erlent

Grunuð um að bana ungum syni sínum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/BBC

Tæplega þrítug bresk móðir var handtekin í vikunni, grunuð um að hafa orðið tæplega tveggja ára gömlum syni sínum að bana. Miklir áverkar voru á líki drengsins en hann lést skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús á mánudaginn.

Móðirin og kærasti hennar voru yfirheyrð af lögreglu í vikunni en svo látin laus gegn tryggingu. Lögregla rannsakar nú málið og ræðir við nágranna fólksins og önnur vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×