Erlent

Skæð innflúensa í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
H1N1-veiran.
H1N1-veiran.

Breskir sjúkdómafræðingar vara nú við inflúensunni H1N1 sem engin lyf vinna á og talið er hugsanlegt að muni skjóta sér niður í Bretlandi á næstunni.

Nokkrir hafa þegar veikst en H1N1-afbrigðið getur verið banvænt og er tvöfalt líklegra til að valda lungnabólgu en aðrir innflúensustofnar. Þúsundir Breta deyja af völdum innflúensu ár hvert, einkum eldri borgarar. Algengasta innflúensuafbrigðið þar í landi er H3 sem veldur 90 prósentum innflúensusýkinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×