Innlent

Ekki mælt með ferðatakmörkunum vegna svínaflensunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mexíkóskt par kyssist í gegnum grímu. Mynd/ AP.
Mexíkóskt par kyssist í gegnum grímu. Mynd/ AP.
Ekki hafa borist fréttir um alvarleg svínaflensutilvik annarsstaðar en í Mexíkó. Í Bandaríkjunum þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest er um vægan sjúkdóm að ræða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Þar kemur fram að 40 tilfelli hafi greinst í Bandaríkjunum, 33 í Mexíkó, 6 í Kanada og 3 á Spáni og í Bretlandi. Í ljósi þess hve útbreiðsla inflúensunnar virðist umfangsmikil mælir WHO ekki með ferðatakmörkunum.

Fréttavefur BBC segir að auk þessara landa hafi tilvik greinst á Nýja Sjálandi og í Ísrael, auk þess sem fólk er undir eftirliti í Danmöku, Svíþjóð, Grikklandi, Tékklandi, Þýskalandi, Ítalíu og á Írlandi. Þá er verið að gera rannsóknir á hópum fólks í Brasilíu, Gvatemala, Perú, Ástralíu og í Suður-Kóreu.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að skoða fréttatilkynninguna frá Ríkislögreglustjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×