Innlent

Bátur strandaði við Garð í gær

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Engan af þriggja manna áhöfn mótorbátsins Moniku GK sakaði, þegar báturinn strandaði við sjóvarnargarðinn í Garði á Reykjanesi í gærkvöldi. Mikil þoka var á svæðinu og taldi áhöfnin sig vera við Innri-Njarðvík en sjálfvirka tilkynningakerfið sýndi bátinn í Garði, sem reyndist rétt.

Áhöfnin var flutti yfir í björgurnabát Slysavarnafélagsins Landsbjargar og annar bátur frá félaginu dró svo Moniku til hafnar. Tildrög strandsins liggja ekki fyrir, en ljóst er að mennirnir hafa verið rammvilltir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×